Fyrirtækið

Fyrirtækið

Kistufell var stofnað 1952 af bræðrunum Guðmundi og Jónasi Jónassonum frá Völlum á Kjalarnesi.  Nafnið Kistufell er komið frá uppeldisstöðvum bræðranna en bærinn Vellir stendur undir rótum Kistufells sem er hluti af Esjunni.

Fyrirtækið var til húsa að Brautarholti 22 en flutti tveimur árum síðar í eigið húsnæði að Brautarholti 16 og var þar fram til lok árs 1995.  Árið 1993 var fyrirtækinu skipt upp í Varahlutaverslunina Kistufell og Vélaverkstæðið Kistufell nú Bifreiðaverkstæðið Kistufell. Árið 1995 flutti Bifreiðaverkstæðið Kistufell ehf. í stærra og hentugra húsnæði að Tangarhöfða 13 og er staðsett þar í dag.   Fyrirtækin eru rekin sem tvö sjálfstæð fyrirtæki enda rekin af tveimur óskyldum aðilum.

Bifreiðaverkstæðið kistufell var rekið af þeim Skúla Guðmundssyni syni Guðmundar Jónassyni og Jóhönnu Sæberg Guðbjörnsdóttur til ársins 2004  þegar Guðmundur Ingi Skúlason sonur Skúla Guðmundssonar og Lára Guðrún Jónsdóttir tóku við rekstrinum.  Bifreiðaverkstæðið Kistufell hefur því verið í rekstri af þremur kynslóðum í sömu fjölskyldu. 

Fyrirtækið sérhæfir sig í vélaviðgerðum á all flestum tegundum af vélum, slípun sveifarása, borun á vélablokkum, þrýstiprófun hedda auk almennra bílaviðgerða.  Bifreiðaverkstæðið Kistufell er einnig með varahluti í flestargerðir bifreiða á mjög sanngjörnu verði.

Hjá Kistufelli starfa sjö bifvélavirkjar þar af eru tveir bifvélavirkjameistarar.

Staðsetning

Tangarhöfði 13

110 Reykjavík

 

Opnunartími

Mánudaga - Fimmtudaga

08:00 - 17:00

Föstudaga

08:00 - 16:00

 

Lokað um helgar